You are here

15 ára drengur kom í fyrsta sinn við sögu á Íslandsmóti

Það var áhugaverð stund Á Ólafsvíkurvelli í gærkvöldi þegar Bjartur Bjarmi Barkarson kom inn á sem varamaður undir lok leiks Víkings Ó. OG víkings R. Bjartur var þá að koma inn á í sínum fyrsta Íslandsmótsleik í Meistaraflokki.

Bjartur er fæddur í apríl árið 2002 sem gerir hann einungis rúmlega 15 ára gamlan. Áður hafði hann leikið fyrir meistaraflokk á innanhúsmóti í vetur auk þess sem hann kom við sögu í leik gegn Stjörnunni á undirbúningstímabilinu.

Í sumar hefur þessi efnilegi ungi leikmaður spilað með 2. og 3. flokki Snæfellsnes og ljóst að framtíðin er björt hjá ungum leikmönnum félagsins.

Bjartur þegar hann kom inn á í gær.

 

Top