You are here

Íþróttaveturinn 2017-18

Sumarið er senn á enda og nýtt tímabal hefst í vetrarstarfi Víkings/Reynis. Í vetur verður boðið upp á æfingar í frjálsum íþróttum, knattspyrnu og sundi.

Hér munum við fara nánar yfir vetrarstarfið og tímatöfluna. Hægt er að skrá sig í íþróttir hjá Víkingi/Reyni hér.

Frjálsar íþróttir:


Undanfarið höfum við boðið upp á frjálsar íþróttir með góðum árangri. Æft er í íþróttahúsinu og er iðkendum skipt í tvo aldurshópa. Krakkar í 1.-4. bekk grunnskóla æfa saman í yngri hóp og eldri hópurinn samanstendur af nemendum í 5.-10. bekk. Hvor hópur um sig æfir tvisvar í viku, á þriðjudögum og fimmtudögum.

Í frjálsum íþróttum verður farið yfir það helsta í hinum ýmsu íþróttagreinum og börnin fá góða og mikilvæga hreyfingu.

Líkt og áður mun Eva Kristín Kristjánsdóttir sjá um þjálfun frjálsra íþrótta í vetur.

Knattspyrna:


Fótboltinn hefur í áraraðir verið vinsælasta afþreying barna í Snæfellsbæ og munum við halda áfram okkar öfluga fótboltastarfi í vetur.

Boðið er upp á æfingar fyrir alla aldurshópa í karla og kvennaflokki og er óhætt að segja að þjálfarateymið sé ekki af verri endanum. Snillingarnir Suad Begic og Ejub Purisevic halda áfram að þjálfa drengina eins og þeir hafa gert með góðum árangri.

Þjálfarabreytingar hafa orðið í kvennaboltanum en það verða leikmenn meistaraflokks Víkings Ó. sem þjálfa stelpurnar í vetur. Markvörðurinn öflugi, Cristian Martinez Liberato, mun þjálfa 7., 6., og 5. flokk kvenna. Varnarmaðurinn sterki, Tomasz Luba, mun síðan þjálfa 4., 3., og 2., flokk kvenna.

Þá verður Selma Pétursdóttir áfram með byrjendaboltann en tímasetningar á æfingum má sjá betur í tímatöflu að neðan. 

Sund:

Það er uppgangur í sundinu í Snæfellsbæ og ljóst að áhuginn fyrir greininni er að aukast. Aldursflokkaskiptingin í sundinu er sambærileg við frjálsar íþróttir og þar verður æft tvisvar í viku.

Yngri hópurinn æfir á þriðjudögum og miðvikudögum en eldri hópurinn mun æfa á miðvikudögum og föstudögum.

Cristian Martinez Liberato sér um sundþjálfunina í vetur en auk þess að spila fótbolta með Víkingi Ó. og þjálfa yngri flokka þar starfar hann einnig sem íþrótta og spænskukennari í skólanum.

Tímatafla:

Nánari upplýsingar má finna á Facebook síðu Víkings/Reynis eða hjá framkvæmdastjóra félagsins (vikingurol@gmail.com 6968245)

 

 

Top