You are here

Tomasz Luba hættur hjá félaginu

Tomasz Luba hefur látið af störfum sem þjálfari yngri flokka í knattspyrnu hjá UMF Víkingi/Reyni.

Tomasz er íbúum Snæfellsbæjar að góðu kunnur en hann lék með Víkingi Ó. árin 2010-2017 við góðan orðstír áður en hann lagði skóna á hilluna og fór að snúa sér að þjálfun.

Tomasz tók við þriðja flokki kvenna hjá félaginu þar sem hann náði eftirtektarverðum árangri. Hann hefur nú ákveðið að róa á önnur mið.

Stjórn UMF Víkings/Reynis þakkar Tomaszi kærlega fyrir hans störf og framlags til knattspyrnu í Snæfellsbæ og óskar honum góðs gengis í næstu verkefnum!

Tomasz Luba
Top